Poppstjörnur!

Gömul konaÞessi kona yngdist um 70 ár við að heyra tónlist Vina Láru, en hún var 160 ára fyrir. Mynd: Salomon

Vinir Láru hafa nú skrifað undir risa-samning við þýska fjölmiðlarisann Pro Sieben sem felur í sér aðalhlutverk í erótískri spennuþáttaröð er mun bera nafnið TURBO, og fjalla að mestu um ævintýri tveggja ökuníðinga. Upptökur munu hefjast næsta haust ef allt gengur að óskum.

Gríðarlegur áhugi á tónleikum Vina Láru er óneitanlega til staðar ... en aðeins hjá ákveðnum þjóðfélagshópi. Okkur hefur borist tölvupóstur frá öllum helstu og nýstárlegustu  elli- og hjúkrunarheimilum landsins en þar lýsa vistmenn og talsmenn þeirra yfir hamingju sinni með framtak okkar og löngun sinni í afraksturinn. Poppstjörnudraumur okkar virðist ekki svo fjarlægur eftir allt saman þó eflaust sé tilfinningin að árita hækju ekki sú sama og að árita derhúfu unglingspilts. 

Stillið heyrnartækin! Vinir Láru eru í húsinu!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband